Gréta Sjöfn sat fund þar sem ályktunin var ákveðin
Sigurjón Þórðarson, Frjálslyndum og óháðum, og Jón Magnússon, Sjálfstæðisflokki, mótmæla þeirri fullyrðingu frá Grétu Sjöfn Guðmundsdóttir að fréttatilkynning sem send var frá sveitarfélaginu Skagafirði seint á föstudag hafi verið send án samráðs við minnihlutann.
-Við settumst öll niður, Gréta Sjöfn, þar með talin, og ræddum málin, ég hélt að við værum sátt og í framhaldinu var sveitastjóra falið að semja ályktun sem og hún gerði. Ég get ekki betur séð en að ályktunin sé í samræmi við það sem rætt var um á fundinum, segir Sigurjón Þórðarson. –Það skiptir mjög miklu máli að það sé sátt um þessi mál og við höfum unnið þessi mál í mikilli sátt minni og meirihluti hingað til og það er mikilvægt að það komi fram, segir Jón Magnússon.