Groundfloor gerir það gott
Húni segir frá því að Hljómsveitin Groundfloor frá Blönduósi hefur fengið afar góð viðbrögð við fyrstu plötu hljómsveitarinnar "Bones" í Austurríki, þar sem bassaleikari og umboðsmaður hljómsveitarinnar Haraldur Guðmundsson býr. Vegna frábærra móttaka þarlendra tónlistaáhugamanna hefur hljómsveitinni verið boðið út til tónleikahalds.
Stærstu tónleikar Groundfloor verða í Salzburg 26 júní og er töluverð markaðssetning í gangi vegna þeirra, Upphitunarhljómsveit verður þekkt austurrísk hljómsveit "The more or the less" sem hefur leikið víða utan heimalands síns og hefur þá nýlokið við stuttan bandaríkja túr. En einnig mun Groundfloor leika í St. Pölten í Austurríki og enn er
unnið að fleiri bókunum. Stefnt er á að hljómsveitin muni spila í Vín, Innsbruck og Graz að auki. Eftir gott gengi hljómsveitarinnar í Austurríki en einnig gaman að nefna að Ítalskir tónleikahaldara eru í samningaviðræðum við hljómsveitna um fjölmarga tónleika í ágúst á þessu ári.
Á íslandi hefur hljómplatan Bones fengið dræmar viðtökur og lítið selst utan tónleikaferðar hljómsveitarinnar um landið, sumarið 2008, og þar sannast gamla máltækið enn á ný "enginn er spámaður í sínu heimalandi"
Um þessar mundir vinna liðsmenn Groundfloor að nýju efni með nýjum hugmyndum og nýjum liðsmönnum innanborðs en áfram eru þeir við stjórnvölinn þeir Ólafur Tómas aðallagahöfundur hljómsveitarinnar og Haraldur Guðmundsson kontrabassaleikari og umboðsmaður við stjórnvölinn. Þeir áætla að taka upp efni fyrir nýja plötu í lok árs 2009.