Grunur um íkveikju á Illugastöðum

Einn maður var handtekinn af lögreglunni á Norðurlandi vestra grunaður um íkveikju að eyðibýlinu Illugastöðum í Laxárdal í Skagafirði í gær. Eftir að lögreglan fékk tilkynningu um eld í húsinu, vaknaði strax grunur um að eitthvað óhreint væri í pokahorninu og var hinn grunaði gripinn á leið af vettvangi. Var maðurinn handtekinn og færður til yfirheyrslu áður en honum var gefið frelsi á ný. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn.

Svavar Atli Birgisson, slökkviliðsstjóri, segir að húsið hafi orðið alelda á skömmum tíma og logað stafna á milli er slökkvilið Brunavarna Skagafjarðar mætti á staðinn. Segir hann að allt hafi brunnið sem í því var en mikið var af hlutum og dóti inni í húsinu. Slökkvistarf stóð yfir í fjóra tíma og segir Svavar að þó tryggt hafi verið að húsið hryndi ekki þurfi líklega að rífa þak og sperrur í burtu, svo illa hafi það farið í eldinum.

Ekki er langt síðan reynt var að kveikja í sama húsi áður en slökkviliðsmaður á frívakt átti leið fram hjá bænum þann 14. mars sl. er hann varð var við eld. Náði hann að ráða niðurlögum eldsins með venjulegu slökkvitæki.

Eldur á Illugastöðum.

Stefán Jónsson sendi Feyki eftirfarandi myndbrot.

Posted by Feykir on Miðvikudagur, 26. september 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir