Guðjón Arnar inni samkvæmt könnunum
Samkvæmt könnun sem Gallup vann fyrir Frjálslyndaflokkinn er Guðjón Arnar Kristjánsson inni sem kjördæmakjörinn þingmaður en flokkurinn mælist með 9,3% fylgi.
Guðjón leit við í Nýprent í morgun en hann, eins og aðrir frambjóðendur, stendur í ströngu þessa dagana enda kjördæmið stórt. -Ég kom hingað tvö í nótt og verð hér framan af degi en verð síðan með fund á Hvammstanga klukkan sex í kvöld og annan á Skagaströnd klukkan hálf níu. Síðan held ég áleiðis vestur eins langt og ég get keyrt inn í nóttina því á morgun verð ég í Vesturbyggð. Á fimmtudag verður síðan hátíð á Ísafirði þar sem við í Frjálslyndaflokknum munum gefa bjargráð, eða Stenbít í soðið. Föstudagurinn verður síðan í Reykjavík þar sem ég verð í sjónvarpsútsendingum með öðrum formönnum flokka, segir Guðjón Arnar.