Guðmundur Jóhann Guðmundsson í Tindastól

Bolvíkingurinn Guðmundur Jóhann Guðmundsson hefur gengið til liðs við Tindastól frá Fjölni. Hann flutti suður á bóginn að vestan síðsumars, en ákvað nú að söðla um og spilar því með Tindastóli í vetur.

Guðmundur er fæddur 1993 og er því gjaldgengur með drengjaflokknum og verður mikill og góður liðsstyrkur, auk þess sem hann verður í æfingahópi meistaraflokksins. Hann leikur stöðu bakvarðar.

Guðmundur hittir fyrir hjá Tindastóli tvo af fyrrum þjálfurum sínum, Karl Jónsson sem þjálfari hann hjá UMF Bolungarvík í minnibolta og 7. flokki og síðan Borce Ilievski, sem þjálfað hefur Guðmund sl. fjögur ár hjá KFÍ á Ísafirði.

Gummi er í úrtakshópi U-18 ára landsliðsins sem æfir undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar.

Körfuknattleiksdeildin býður Guðmund velkominn í hóp ungra og efnilegra leikmanna Tindastóls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir