Guðmundur og Aðalheiður á Jaðri í opnuviðtali
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
19.12.2014
kl. 09.04
Á Jaðri í Hrútafirði búa hjónin Guðmundur Ísfeld og Aðalheiður Jóhannsdóttir, ásamt syni sínum Jóhanni Indriða Ísfeld. Fyrir nokkrum árum drógu þau úr sauðfjárbúskapnum af heilsufarsástæðum en síðan hefur Guðmundur verið að þróa handverk úr hráefni eins og hornum og beinum, sem hlotið hefur góðar viðtökur.
Þá bralla þau ýmislegt í eldhúsinu og galdra meðal annarra afurða fram djöflamerg og púkasultu. Feykir heimsótti þau hjónin á aðventunni og fékk innsýn í handverkið og heimaframleiðsluna á Jaðri. Guðmundur og Aðalheiður eru í opnuviðtali Feykis, sem kom út í gær og er síðasta tölublað ársins.