Guðmundur óskar eftir fundi um áætlunarflug til Sauðárkróks

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokks,  hefur óskað eftir fundi í samgöngunefnd alþingis til þess að ræða um flugmál á landsbyggðinni vegna áforma um að hætta að styrkja áætlunarflug til Sauðárkróks. 

Eins og Feykir.is greindi frá í gær mun samningur ríkisins við flugfélagið Erni er varðar flug til og frá Sauðárkróki falla niður og áramót og samkvæmt fjárlögum er ekki gert ráð fyrir að endurnýja þann samning. Í dag er flogið fimm sinnum í viku til og frá Sauðárkróki og hefur sætanýting í fluginu verið góð.

Fleiri fréttir