Guðni ræðumaður á Kirkjukvöldi
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
27.04.2009
kl. 13.51
Kirkjukór Sauðárkróks stendur að venju fyrir Kirkjukvöldi í Sæluviku á mánudagskvöldi og hefst dagskráin kl. 20:30.
Kórinn syngur lög úr ýmsum áttum en undirleikari er Helga Bryndís Magnúsdóttir og stjórnandi Rögnvaldur Valbergsson eins og lög gera ráð fyrir. Einsöngvari með kórnum er Jónas Þór Jónasson tenór.
Að venju er ræðumaður kvöldsins ekki af verri endanum en það er sjálfur Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sem talar í kvöld.
Rétt er að minna á að aðgangseyrir er kr. 1500.-