Guðný Sif á Bessastöðum

Guðný Sif Gunnarsdóttir nemandi í Árskóla Sauðárkróki, fékk á sunnudaginn verðlaun í ratleik Forvarnardagsins 2010 frá Forseta Íslands. Í ár var Forvarnardagurinn haldinn í fimmta sinn. Fólst hann í umræðum og verkefnavinnu um fíkniefni í níunda bekk grunnskóla landsins í samvinnu við forvarnarfulltrúa, kennara og skólastjórnendur. Markmið dagsins var að efla forvarnarstarf í skólum, hvetja unglinga til að draga sem lengst að neyta áfengis og annarra fíkniefna og að minna á að samvera með fjölskyldu og þátttaka í heilbrigðu félagsstarfi vegur þungt í baráttunni gegn fíkniefnum..”

Fleiri fréttir