Guðrún Helgadóttir á Stjórnlagaþing
feykir.is
Skagafjörður
02.11.2010
kl. 08.25
Guðrún Helgadóttir prófessor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hefur ákveðið að bjóða sig fram til Stjórnlagaþings sem fram fer í febrúar á næsta ári. Á Facebooksíðu Guðrúnar sem stofnuð var vegna framboðs hennar kemur fram að hún hefur starfað sem grunnskólakennari, skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla Íslands og menningarráðgjafi Byggðastofnunar.
Í næsta Feyki verður Guðrún í tölvupóstsviðtali þar sem hún gerir frekari grein fyrir framboði sínu en ef fólk vill kynna sér nánar hvað hún stendur fyrir má lesa um það á Facebook Guðrún Helgadóttir á Stjórnlagaþing eða á http://gudr.wordpress.com/