Gul veðurviðvörun á morgun

Það var fallegt á Króknum í blíðunni í hádeginu í dag. MYND: ÓAB
Það var fallegt á Króknum í blíðunni í hádeginu í dag. MYND: ÓAB

Það má segja að við hér á Norðurlandi vestra höfum sloppið ansi vel við þetta vetrarskot sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu fengu að upplifa framan af vikunni. Það hefur engu að síður snjóað í léttu og þægilegu magni hjá okkur og þegar sólin fór að skína þá var póstkortastemning um víðan völl. Ekki er þó útlit fyrir að vetrarfegurðin endist eitthvað því á morgun, föstudag, hlýnar og Veðurstofan búin að skella framan í okkur gulri veðurviðvörun.

Viðvörunin tekur gildi á Norðurlandi vestra um hádegi á morgun, föstudag, og stendur til kl. 21 um kvöldið. „NA hvassviðri eða stormur, 15-25 m/s. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll 25-35 m/s, sem geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Afmarkaðar samgöngutruflanir líklegar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum,“ segir á síðu Veðurstofunnar.

Allir landshlutar utan Norðaustanlands fá að upplifa á gulu en að sjálfs0gðu á misjöfnum tíma. Lengst verður gul viðvörun á Vesturlandi og Suðvesturlandi eða fram á laugardagsmorgun. Nokkrum norðanstrekkingi er spáð á laugardaginn en útlit er. fyrir stillt og gott veður á sunnudaginn og fram í næstu viku.

Fleiri fréttir