Gunni Birgis setti Eurovisionbrölt til hliðar á miðvikudagskvöldið og stillti á Síkið
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Lokað efni
16.05.2025
kl. 15.02
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni að það stefnir í alvöru Júrópartý annað kvöld eftir að VÆB-bræður komu, sáu og skutust í úrslitakvöldið með flottri frammistöðu í undankeppni Eurovision sl. þriðjudagskvöld. Annar lýsanda keppninnar verður fjölmiðlamaðurinn og Króksarinn geðþekki, Gunnar Birgisson, en ekki er langt síðan sjónvarpsáhorfendur börðu hann augum í Síkinu, sitjandi svalur með sólgleraugu í félagi við nokkrar valinkunnar kempur. Feykir spurði hann rétt áðan hvort það sé ekki tóm vitleysa að vera að þvælast í Eurovision í miðju úrslitaeinvígi Stólanna?