Hægri rétturinn

Það getur oft verið kostulegt að fylgjast með hvernig ökumönnum tekst til við að fylgja Hægrireglunni í umferðinni. Fjölmargir virðast hreinlega ekki vita hvað sú regla stendur fyrir; nefnilega: Á vegamótum þar sem hvorki er stöðvunarskylda né biðskylda gildir hægrireglan, þ.e. sá bíll sem kemur frá hægri hefur forgang.

Sá sem hér skrifar getur fylgst með gatnamótum Grundarstígs og Hólmagrundar út um stofugluggann og það er næsta víst að hægrireglan er brotin í u.þ.b. annað hvert skipti sem þessi staða kemur upp. Ökumenn sem keyra suður Hólmagrund bruna framhjá þeim sem koma þeim á hægri hönd og virðast halda að sá sem keyrir beint áfram eigi réttinn!

Það er hreint með ólíkindum að ekki verði oftar slys á þessum "hægri hornum" sem ráða ríkjum víðast hvar á Króknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir