Hafa gefið rúmlega 400 kg af nautgripakjöti

Ung hjón í Skagafirði ákváðu í sumar að leggja sitt af mörkum til hjálpar efnaminni fjölskyldum í landinu og gáfu um 200 kíló af nautgripakjöti til Hjálparstofnunar Kirkjunar. Ætla þau að endurtaka leikinn nú fyrir jólin.

Þau Heiðbjört Hlín Stefánsdóttir og Árni Sverrisson í Efra-Ási fengu þá hugmynd í sumar að leggja sitt af mörkum til að koma til móts við þurfandi heimili í landinu og töldu sig vera aflögufær með nautgripakjöt. Árni segist hafa borið hugmyndina upp við Ágúst Andrésson forstöðumann Kjötafurðastöðvar KS sem tók vel í að aðstoða hann við að koma kjötinu í það horf sem hjálparstofnanirnar óskuðu eftir. Árni útvegaði tvo gripi í verkefnið en KS sá um að slátra, vinna skrokkinn, koma í neytendaumbúðir og flytja suður.

Nú þegar líður að jólum ákváðu sömu aðilar að endurtaka leikinn og fær Fjölskylduhjálpin þessa höfðinglegu gjöf úr Skagafirði. Kjötinu er pakkað í 5-700 gr einingar þannig að um 300 manns njóta góðs af gjafmildi þessarra aðila.

Fleiri fréttir