Hafist handa við undirbúning ljósleiðaravæðingar í sumar
Húnaþing vestra hefur samþykkt að þiggja styrk frá frá fjarskiptasjóði og byggðastyrki frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til ljósleiðaravæðingar sveitarfélaga í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt en eins og áður hefur verið greint frá á Feyki.is var Húnaþing vestra eitt þeirra sveitarfélaga sem buðust slíkir styrkir.
Á fundi veituráðs Húnaþings vestra, fimmtudaginn 21. mars, var samþykkt að ganga að tilboðium að þiggja styrk til að tengja 41 stað á Vatnsnesi/Vesturhópi, samtals kr. 68,4 milljónir og var sveitarstjóra falið að undirrita samninginn. Verkefnaáætlunin er þannig að sumar 2019 verður notað til að klára að finna bestu legu ljósleiðarans í samráði við fornleifafræðing og landeigendur, að fá undirskrift landasamninga og í framhaldi af því gerð útboðsgagna. Stefnt er að því að bjóða verkið út í haust með framkvæmdatíma sumarið 2020.