Hafmeyjur gefa út til styrktar Ingva

 Saumaklúbburinn Hafmeyjurnar á Sauðárkróki hafa ákveðið að gefa út uppskriftabók Skagfirðingaa fyrir jólin en allur ágóði bókasölunnar mun renna óskiptur til styrktar Ingva Guðmundssonar sem þarf á næstunni að gangast undir mergsskipti í Svíþjóð.

Í tilkynningu frá Hafmeyjunum kemur fram að nú þurfti hlutirnir að ganga hratt og óska þær eftir því að Skagfirðingar sendi þeim sínar uppáhaldsuppskriftir á netfangið uppskriftabok@gmail.com. Síðar í haust munu Hafmeyjurnar síðan velja úr innsendum uppskriftum og munu girnilegustu uppskriftirnar verða birtar í bókinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir