Hafnarsvæðið á Hofsósi lokað vegna snjóflóðahættu

Stór sprunga hefur myndast í snjóalög ofan við húsnæði Vesturfarasetursins. Mynd af FB síðu Lögreglunnar á NV.
Stór sprunga hefur myndast í snjóalög ofan við húsnæði Vesturfarasetursins. Mynd af FB síðu Lögreglunnar á NV.

Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands ákveðið að loka hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna snjóflóðahættu. Á Facebooksíðu embættisins kemur fram að myndast hefur stór sprunga í snjóalög ofan við húsnæði Vesturfarasetursins.

Í tilkynningu Lögreglunnar segir að lokunin nái yfir hafnarsvæðið frá göngubrú yfir Hofsá við Frændgarð og yfir að Nöfum og er öll umferð um svæðið stranglega bönnuð þar til annað verður ákveðið.

Mikill snjór hefur safnast við hús á Hofsósi og annars staðar þar sem hann hefur fengið frið fyrir rokinu. Annars staðar er marautt að sögn íbúa Hofsóss sem Feykir ræddi við.

 

 

 

 

 

Myndinar hér fyrir ofan og neðan eru frá hafnarsvæðinu á Hofsósi,  teknar í desember 2017. Myndir: ÓAB.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir