Hagnaður af rekstri byggðasamlags um Tónlistarskóla A-Hún
Í Tónlistaskóla A-Hún stunda alls 156 nenendur nám, þar af 45 á Skagaströnd, 44 á Húnavöllum og 67 á Blönduósi. Kennarar við skólann eru 6, þar af eru 4 í fullu starfi og 2 í hlutastarfi.
Þetta kom fram á síðasta fundi stjórnar Byggðasamlags um Tónlistarskóla A-Hún en þar lagði skólastjóri fram umræddar upplýsingar. Fyrir fundinum lá ársreikningur Byggðasamlagsins vegna ársins 2009 og samkvæmt efnahagsreikningi varð hagnaður af rekstri byggðasamlagsins á árinu að fjárhæð 1.420 þúsund kr. Eigið fé byggðasamlagsins nam í árslok 2009 18.126 þúsund kr.
Fram kom að vatnsskemmdir hefðu orðið á húsnæði skólans að Húnabraut 26 og var ákveðið að taka tilboði í viðgerð vegna þeirra að upphæð um 150 þúsund.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.