Hálendisþjóðgarður – opinn kynningarfundur í Húnavallaskóla

Kynningarfundur umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, um áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs, verður haldinn á morgun, sunnudaginn 12. janúar, kl. 16:00 í Húnavallaskóla. Um er að ræða fund sem til stóð að halda 7. janúar sl. en fresta þurfti vegna veðurs.

Frumvarp um stofnun Hálendisþjóðgarðs er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpið tekur til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, á landsvæði sem er í sameign þjóðarinnar; þjóðlendum og friðlýstum svæðum innan miðhálendisins. Þetta er í samræmi við tillögur nefndar fulltrúa allra þingflokka og stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, sem vann að undirbúningi stofnunar þjóðgarðsins.

Á fundinum mun ráðherra m.a. fara yfir forsendur og markmið með stofnun Hálendisþjóðgarðs og kynna helstu atriði frumvarpsins. Fundurinn er öllum opinn – verið velkomin.

Þá skal athygli vakin á að kynningarfundur ráðherra sem haldinn verður í Reykjavík um sama efni mánudaginn 13. janúar kl. 17:00 verður í beinu streymi á vef Stjórnarráðsins og á viðburði á Facebook-síðu ráðuneytisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir