Hálka eða snjóþekja á flestum leiðum

Norðaustan 15-23 m/s er á Ströndum og Norðurlandi vestra og dálítil snjókoma, hvassast úti við sjóinn, en hægari og él eftir hádegi, 8-13 í kvöld. Norðan 5-8 og stöku él á morgun. Frost 0 til 5 stig. Á Norðurlandi vestra er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og víða skafrenningur. Þungfært og stórhríð er á Öxnadalsheiði.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Norðvestlæg átt, 5-10 m/s og bjart með köflum, en stöku él við N- og V-ströndina. Talsvert frost.

Á sunnudag:

Norðaustlæg átt, 5-10 m/s NV-lands, en annars hæg breytileg átt. Snjókoma eða él V-lands, en úrkomulítið fyrir austan. Dregur úr frosti V-til.

Á mánudag:

Snýst í norðanátt með snjókomu eða éljum, en léttir til S- og V-lands. Talsvert frost um allt landi.

Á þriðjudag:

Lægir víða og léttir til, en gengur í suðaustanátt með snjókomu S- og V-lands um kvöldið. Kalt í veðri.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir sunnanátt og hlýnandi veðri, með slyddu eða rigningu V-lands.

Fleiri fréttir