Hálka, snjóþekja og éljagangur á vegum

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er hæg sunnanátt og úrkomulítið. Norðan 3-8 m/s og él eftir miðnætti, en yfirleitt þurrt í innsveitum. Hægt vaxandi suðaustanátt á morgun og léttir til. Frost 0 til 6 stig. Hálka, snjóþekja og éljagangur er á vegum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:

Suðvestan 8-15 m/s og éljagangur, en úrkomulítið á N- og A-landi. Norðlægari seint um kvöldið og fer að snjóa N-til. Hiti um og undir frostmarki.

Á sunnudag:

Norðan 5-13 m/s og él, en bjartviðri á S- og V-landi. Frost 2 til 8 stig.

Á mánudag:

Vaxandi suðaustan- og austanátt síðdegis með snjókomu S-til og síðar slyddu eða rigningu, en þurrviðri annars staðar. Frost 0 til 12 stig, mest í innsveitum fyrir norðan, en hlýnar um kvöldið.

Á þriðjudag:

Breytileg átt og rigning eða slydda A-til, en él um landið V-vert. Útlit fyrir hvassa norðanátt með snjókomu fyrir norðan um kvöldið. Vægt frost, en sums staðar frostlaust við S- og A-ströndina.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir norðanátt með snjókomu, en úrkomulítið syðra. Hiti um og undir frostmarki.

Fleiri fréttir