Halldór Broddi kallaður á æfingar fylkisliðs Rogalands
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
24.01.2015
kl. 16.38
Sauðkrækingurinn knái, Halldór Broddi Þorsteinsson hefur í vetur æft með 3. flokki norska fótboltaliðsins Sandnes ULF og spilað nokkra leiki með liðinu í landshlutadeild vestur Noregs.
Hann hefur sýnt að hann kann ýmislegt fyrir sér í varnaleiknum og hefur núna verið valinn til að taka þátt í æfingum fylkisliðs Rogalands en í þann hóp eru valdir bestu leikmenn árgangsins í fylkinu.
Fleiri spennandi verkefni eru framundan í fótboltanum hjá drengnum, þar sem Sandnes ULF tekur þátt í nýrri úrvalsdeild þriðjaflokksliða þar sem sterkustu lið Noregs í árganginum munu mætast. /ÞB