Halldór Sigurðsson, Donni, nýr þjálfari Tindastóls/Hvatar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
02.06.2011
kl. 18.08
Nú rétt í þessu var haldinn fundur með leikmönnum í meistaraflokki Tindastóls/Hvatar í knattspyrnu þar sem ráðning Halldórs Sigurðssonar, Donna, sem nýs þjálfara liðsins var kynnt. Donni er sonur Sigurðar Halldórssnar sem á dögunum var látinn taka pokann sinn hjá liðinu.
Donni hefur um árabil spilað með Tindastól fyrir utan fyrri hluta tímabilsins í fyrra þegar hann spilaði með liði ÍA. Þá hefur Donni séð um þjálfun yngri flokka hjá Tindastóli.
