HANUMAN / Rodrigo Y Gabriela

Rodrigo Y Gabriela er dúett frá Mexíkó og þeirra galdur er að spila ótrúlega flotta gítartónlist, hraða og taktfasta.

Dúettinn skipa Rodrígo Sánchez og Gabriela Quintero og samstarf þeirra á sér upptök í thrashmetal-grúppu í Mexíkóborg. Þau voru ekki ánægð með tónlistarsenuna heima fyrir, breyttu um stíl og færðu sig yfir til Evrópu þar sem þau fengu athygli, meðal annars frá Damien Rice.

Hér er lagið Hanuman af plötunni 11:11.

http://www.youtube.com/watch?v=LpI2JSn2o0A&ob=av2e

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir