Hart tekist á í aflraunakeppni Grettishátíðar
Aflraunakeppni Grettishátíðarinnar fór fram s.l. sunnudag á Laugarbakka. Keppt var bæði í karla- og kvennaflokki og var um fimm keppnisgreinar að ræða. Gríðarleg átök.
- Keppnis greinarnar fimm voru:
- Hleðslugrein (fjórir hlutir bornir og þeim kastað yfir rá), Bændaganga (sandpokar bornir í sitthvorri hendi)
- Bíldráttur (bíll dreginn vissa vegalengd)
- Axarlyfta (öxi haldið í axlarhæð með framréttar hendur) og
- Steinatök (fjórum aflraunasteinum lyft upp á undirstöður).
Það var spennandi keppni í kvennaflokki en fjórar öttu kappi og þrjár þeirra skiptust á að halda forystunni út keppnina. Endaði keppni þannig að Sigurrós Sigurbjörnsdóttir varð í 1. sæti með 17 stig. Í öðru sæti varð Guðrún Hjaltalín með 15 stig og í þriðja sæti, Svanhildur með 13 stig.
Í karlaflokki voru yfirburðir sigurvegarans meiri. Reynir Guðmundsson vann allar þrautirnar með nokkrum yfirburðum og endaði með 50 stig. Meiri keppni var um annað sætið og þar varð niðurstaðan ekki ljós fyrr en eftir síðustu þrautina. Páll Jóhannesson endaði í öðru sæti með 42 stig og Jón Páll Finnbogason í því þriðja með 41 stig.
Sjá myndir frá keppninni HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.