Haustdagur ferðaþjónustunnar 2018

Menningarhúsið Miðgarður í Skagafirði. Mynd: Skagafjordur.is
Menningarhúsið Miðgarður í Skagafirði. Mynd: Skagafjordur.is

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn í Miðgarði í Skagafirði næstkomandi miðvikudag, 14. nóvember, klukkan 13:30-16:00. Það er samráðsvettvangur SSNV og ferðamálafélaganna í Húnaþingi vestra, A-Hún. og Skagafirði sem standa að Haustdeginum en þar verða flutt þrjú áhugaverð erindi sem snerta ferðaþjónustu. 

Dagskrá samkomunnar er svohljóðandi: 

  1. Inngangur
  2. Norðurland í sókn – Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
  3. Nýsköpun í ferðaþjónustu – Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
  4. Breytingar á löggjöf á sviði ferðamála – Helena Karlsdóttir og Nanna Dröfn Björnsdóttir, lögfræðingar Ferðamálastofu.

 Skráning á fundinn fer fram hér  eða með tölvupósti á ssnv@ssnv.is

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir