Heilsufarsþjónusta sem jafnast á við það sem gerðist fyrir 30 – 40 árum

 Almennur fundur í  Sjálfstæðisfélagi  Skagfirðinga haldinn sem haldinn var í gærkvöld lýsir í ályktun furðu sinni á fávísi og andúð þeirri  sem fram kemur gagnvart landsbyggðinni, í skipulagsbreytingum þeim sem boðaðar eru í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni í fjárlagafrumvarpi ríkisins fyrir árið 2011.

Í ályktuninni segir; „Þetta sést best á því að rúmlega 70% fjárveitinga ríkisins fer til heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, en nú eru rúmlega 70% niðurskurðar í heilbrigðisgeiranum lögð á þau 30% sem fara til landsbyggðarinnar.

Verði niðurstaðan þessi liggur ljóst fyrir að stórir hlutar landsins munu búa við heilsufarsþjónustu  sem jafnast á við það sem gerðist fyrir 30-40 árum.

Einnig er ljóst að lítil bót er að nokkrum milljónum  til bættra sjúkraflutninga þegar björgunarskip, sjúkraþyrlur og önnur björgunartæki eru vegna peningaleysis og rekstrarerfiðleika ýmist leigð eða seld úr landi.

Því krefjumst við þess að þessar tillögur um niðurskurð á heilbrigðisþjónustu  okkar verði  dregnar til baka tafarlaust, af þeirri vanhæfu ríkisstjórn er nú situr. „

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir