Heimili á Blönduósi og Skagaströnd greiða laun útvarpsstjóra
Samkvæmt útreikningum Feykis.is þarf öll heimili á Blönduósi og Skagströnd til þess að standa undir launum og launatengdum gjöldum útvarpsstjóra. Á sama tíma er Svæðisútvarps Norðurlands skorið niður við nögl og þjónusta við þessa íbúa um leið.
Rúmlega 600 heimili eru í þessum tveimur bæjum en 561 heimili þarf til þess að standa með afnotagjöldum undir launum úvarpsstjóra og þá eru launatengdugjöldin eftir.
Markaðsskrifstofa Ferðamála á Norðurlandi skorar á ALLA ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi og íbúa Norðurlands að senda eftirfarandi mótmæli og áskorun á forsvarsmenn Ríkisútvarpsins !
Við mótmælum ÖLL !
Við mótmælum harðlega þeirri ákvörðun útvarpsstjóra Páls Magnússonar að leggja niður svæðisútvarp landshlutanna, þ.á.m. Svæðisútvarp Norðurlands í tengslum við boðaðann niðurskurð á þjónustu Ríkisútvarpsins !
Svæðisútvarp landshlutanna er, og hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í miðlun frétta, menningarviðburða, og almennra samskipta fyrir landsbyggðina um árabil. Svæðisútvarpið hefur einnig gengt mjög mikilvægu hlutverki sem hagkvæmur auglýsingamiðill fyrir fyrirtæki og félagasamtök sem ekki þurfa að auglýsa á landsvísu. Að leggja svæðisútvarpið niður er því gróf aðför að íbúum landsbyggðarinar og klár skerðing á þjónustu við fyrirtæki á landsbyggðinni.
Ef áform útvarpsstjóra ná fram að ganga er í raun verið að setja heftiplástur yfir munn landsbyggðarinnar, skerða lífskjör, tækifæri og sjálfstæði okkar !
Við skorum á Útvarpsstjóra og forráðamenn Ríkisútvarpssins að draga þessa fáránlegu ákvörðun til baka eins og skot og finna aðrar leiðir til að draga úr tilkostnaði við rekstur Ríkisútvarpsins án þess að það bitni fyrst og fremst á íbúum landsbyggðarinnar.
Er skorað á fólk að senda mótmæli sín á eftirfarandi netfangalista. pall.magnusson@ruv.is; bjarnig@ruv.is; bjarnik@ruv.is; sigruns@ruv.is; thorhallur.gunnarsson@ruv.is; ruvak@ruv.is
Þeir sem fá póstinn eru: Páll Magnússon Útvarpsstjóri, Bjarni Guðmundsson aðstoðarforstjóri, Bjarni Kristjánsson fjármálastjóri, Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri Rásar 2, Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri sjónvarps og Rúvak á Akureyri.