Heimilt að urða allt að 21.000 tonni af sorpi á ári

Kynningarfundur vegna urðunarstaðar í Stekkjavík verður haldinn á morgun í Félagsheimilinu á Blönduósi og hefst fundurinn klukkan 17:00. Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað Norðurár bs. við  Stekkjarvík, í landi Sölvabakka, Blönduóssbæ.

 Samkvæmt tillögunni verður Norðurá heimilt að taka á móti allt að 21.000 tonnum af almennum og óvirkum úrgangi á ári til urðunar. Einnig er veitt heimild fyrir að setja upp olíugeymi og þvottaaðstöðu fyrir bifreiðir og vinnuvélar sem notaðar eru á urðunarstaðnum. Starfsleyfi verður gefið út til sextán ára. Tillagan, ásamt starfsleyfisumsókn og fylgigögnum, mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu Blönduóssbæjar, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, til 29. október 2010.

Starfsleyfistillögu og önnur gögn má einnig nálgast á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Öllum er frjálst að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna en þær skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 29. október 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir