Heimsóknamet í síðustu viku
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
07.04.2009
kl. 08.58
Heimsóknamet var slegið á Feyki.is í síðustu viku en vikuna 30. mars til 5. apríl fengum við 12.714 heimsóknir á vefinn. Flettingar voru 42.311 og að meðaltali stoppuðu gestir tvær og hálfa mínútu á síðunni.
Gestir okkar komu frá 10 þjóðlöndum en utan Íslands eru flestar heimsóknir frá Danmörku og Noregi.