Heimsóknum fjölgar í Upplýsingamiðstöð ferðamála á Blönduósi

Aðalgata 8 á Blönduósi þar sem Upplýsingamiðstöðin er til húsa. Mynd:FE
Aðalgata 8 á Blönduósi þar sem Upplýsingamiðstöðin er til húsa. Mynd:FE
Upplýsingamiðstöð ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu tók til starfa á nýjum stað að Aðalgötu 8 þann 15. apríl síðastliðinn en miðstöðin var áður rekin yfir sumartímann í Héraðsbókasafni Austur-Húnavatnssýslu. Á sama stað er einnig til húsa handverksverslunin Hitt og þetta handverk þar sem má finna handverk eftir tæplega 40 einstaklinga úr sýslunni og Vötnin Angling Service  en þar má finna veiðivörur af ýmsu tagi  eða fá búnaðinn leigðan og einnig er hægt að kaupa þar veiðileyfi.
 
Í frétt á Húna.is segir að aðsókn ferðamanna í Upplýsingamiðstöðinni hafi farið fram úr björtustu vonum en alls hafa 1.687 heimsóknir verið skráðar frá því að upplýsingamiðstöðin var opnuð. Undanfarin sumur hefur gestafjöldi í Upplýsingamiðstöðina verið skráður ásamt gögnum varðandi þjóðerni, aldur, ástæðu heimsóknar og fleira. Gestakomur í júní 2016 voru 167 og í júní 2017 voru þær 100 en þess ber að geta að þá var opnunartími frekar takmarkaður. Í júní á þessu ári voru skráðir gestir 948 talsins sem er umtalsverð fjölgun. Heildarfjöldi gesta frá júní til september árið 2016 var 1010 en á sama tíma í fyrra var sambærileg tala 755 gestir sem eru nokkuð færri en komu í júnímánuði einum á þessu ári.
 
Það er Þórdís Rúnarsdóttir, ferðamálafulltrúi,sem sér um rekstur Upplýsingamiðstöðvar Austur-Húnavatnssýslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir