Heitavatnslaust í Raftahlíð
feykir.is
Skagafjörður
31.03.2017
kl. 11.15
Í neðstu Raftahlíðinni á Sauðárkróki er kominn upp leki í heitavatnslögn og verður því lokað fyrir vatnið meðan viðgerð stendur yfir eða eitthvað fram eftir degi. Í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum er beðist velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Fleiri fréttir
-
Óvitar eru kannski ekki svo miklir óvitar | Kristín S. Einarsdóttir kíkti í leikhús
Það er einhver sérstök tilfinning að láta sig síga niður í bíósætin i Bifröst, bíða eftir að ljósin slokkni og láta töfra leikhússins yfirtaka allt annað um stund. Ég veit ekki hvor okkar var spenntari, rúmlega fimmtuga amman eða rétt að verða sjö ára ömmustelpan, þegar okkur bauðst að fara í leikhús á mánudaginn. Alla vega varð hvorug okkar fyrir vonbrigðum. Í tæpa tvo tíma lifðum við okkur inn í heim Gumma, Finns, Dagnýjar og allra hinna í leikritinu Óvitum, eftir Guðrún Helgadóttur, í leikstjórn Eysteins Ívars Guðbrandssonar.Meira -
Kjörstjórnir skipaðar vegna íbúakosninga um sameiningu
Á fundum sveitarstjórna Dalabyggðar og Húnaþingsvestra í síðustu viku var skipuð sameiginleg kjörstjórn til að hafa yfirumsjón með íbúakosningum um tillögu um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra sem fram fara 28. nóvember til 13. desember næstkomandi. Samkvæmt samkomulagi sveitarfélaganna skipaði Húnaþing vestra tvo fulltrúa í nefndina og einn til vara en Dalabyggð einn fulltrúa og tvo til vara.Meira -
Friðrikarnir komu, sáu og sigruðu
Í gær var haldið annað krakkamót Pílukastfélags Skagafjarðar á tímabilinu. Keppt var í Partý tvímenningi og voru 19 hressir krakkar sem mættu til leiks til að taka þátt í þessu móti. Til að gera langa sögu stutta þá voru það þeir nafnar Friðrik Elmar og Friðrík Henrý sem fóru með sigur af hólmi.Meira -
Full mannað lið hjá Tindastól í kvöld
Fyrsta Evrópukvöldið í Síkinu er í kvöld, miðasalan hefur farið fram á Stubb, demantskorthafar sækja sína miða í gegnum Stubb appið. Frítt er fyrir grunnskólanema á leikinn. Leikurinn hefst 19:15 og fyrir þá sem ekki eiga heimangengt í Síkið verður leikurinn sýndur á Tindastóll TV og það er að sjálfsögðu Gulli Skúla sem lýsir leiknum af sinni alkunnu snilld.Meira -
Bercedo og Pettet valin best
Lokahóf knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram síðastliðið laugardagskvöld þar sem leikmenn voru verðlaunaðir fyrir frábært tímabil og væntanlega hafa knattspyrnumenn og -konur gert sér glaðan dag. Bestu leikmennirnir voru Grace Pettet hjá stelpunum og David Bercedo hjá strákunum.Meira