Helga Margrét lauk ekki keppni

Helga Margrét Þorsteinsdóttir lauk ekki sjöþrautinni í Lerum í Svíþjóð í gær. Eftir frekar slakt gengi Helgu í upphafi móts byrjaði dagurinn afleitlega í gær með 5.44m í langstökki og 46.90m í spjótkasti. Hennar bestu árangrar í þessum greinum eru 5.92m og 50.84m. Helga og þjálfari hennar Agne Bergvall ákváðu þá að sleppa 800m hlaupinu þar sem ekki var möguleiki á bætingu eða lágmarki fyrir EM eða OL.

Helga mun nú taka þessa þraut og læra af henni og fara inn í næsta verkefni sem er sjöþraut í Kladno í Tékklandi. Sami staður og hún setti metið sitt fyrir þremur árum síðan.

Fleiri fréttir