Helga Margrét reynir við ÓL-lágmarkið um helgina
Helga Margrét Þorsteinsdóttir keppir á Norðurlandamóti unglinga í fjölþrautum sem fram fer í Sandnes í Noregi um næstu helgi, ásamt sjö öðrum íslenskum keppendum. Þar mun hún reyna við lágmarkið í sjöþraut fyrir Ólympíuleikana í ár.
Samkvæmt Mbl.is er besti árangur Helgu Margrétar í sjöþraut 5.878 stig sem dugði fyrir þremur árum en lágmarkið fyrir Ólympíuleikana í London er 5.950 stig. Síðasti dagur til að ná lágmörkum inn á mótið er 8. júlí nk.
Hinir keppendur fyrir Íslands hönd eru: Sveinbjörg Zophoníasdóttir, FH, María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármanni, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR, Ásgerður Jana Ágústsdóttir, UFA, Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki, Sindri Hrafn Guðmundsson, Breiðabliki, og Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Ármanni.
Hér er hægt að sjá ráslista fyrir mótið.