Hellisbúinn í Síkinu

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur fengið sjálfan hellisbúann Jóel Sæmundsson á fjáröflunarkvöld sem haldið verður í Síkinu á morgun, laugardaginn 3. nóvember. Hér er um bráðfyndinn og skemmtilegan einleik að ræða og óhætt að segja að Jóel fer þar á kostum.

Hellisbúinn er frásögn af lífinu sjálfu, hjónabandi, ástum og ósætti. Hellisbúinn útskýrir sína sýn á samlífið og samskipti kynjanna. Konur og karlar, og allir hinir, sem hafa einhvern tímann verið í sambandi, eru í sambandi eða langar í samband, geta skemmt sér vel og samsamað sig við sögur Hellisbúans.

Sýningin hefst kl 21:00 og opnar húsið kl 20:00. Aðgangseyrir eru 4.000 kr. og segir á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar að hægt verði að kaupa áfenga- og óáfenga drykki á staðnum.

Miðasala er hafin á karfa@tindastoll.is og hjá Tánni/Hárfix á Sauðárkróki. Miðar verða einnig seldir við inngang á meðan húsrúm leyfir.

 

Hellisbúinn í Síkinu Sauðárkróki 3 nóv.

Fjáröflunarkvöld Körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður haldið í Síkinu laugardaginn 3. nóvember. Hinn bráðfyndni og skemmtilegi einleikur Hellisbúinn verður sýndur en þar fer Jóel Sæmundsson á kostum. Hellisbúinn er frásögn af lífinu sjálfu, hjónabandi, ástum og ósætti. Hellisbúinn útskýrir sína sýn á samlífið og samskipti kynjanna. Konur og karlar, og allir hinir, sem hafa einhvern tímann verið í sambandi, eru í sambandi eða langar í samband, geta skemmt sér vel og samsamað sig við sögur Hellisbúans. Sýningin hefst kl 21:00 og opnar húsið kl 20:00. Aðgangseyrir eru 4.000 kr. Hægt verður að kaupa áfenga- og óáfenga drykki á staðnum. Miðasala er hafin á karfa@tindastoll.is og hjá Tánni/Hárfix á Sauðárkróki. Miðar verða einnig seldir við hurð á meðan húsrúm leyfir.

Posted by Körfuknattleiksdeild Tindastóls on Miðvikudagur, 31. október 2018
Hellisbúinn í Síkinu Sauðárkróki 3 nóv.

Fjáröflunarkvöld Körfuknattleiksdeildar Tindastóls verður haldið í Síkinu laugardaginn 3. nóvember. Hinn bráðfyndni og skemmtilegi einleikur Hellisbúinn verður sýndur en þar fer Jóel Sæmundsson á kostum. Hellisbúinn er frásögn af lífinu sjálfu, hjónabandi, ástum og ósætti. Hellisbúinn útskýrir sína sýn á samlífið og samskipti kynjanna. Konur og karlar, og allir hinir, sem hafa einhvern tímann verið í sambandi, eru í sambandi eða langar í samband, geta skemmt sér vel og samsamað sig við sögur Hellisbúans. Sýningin hefst kl 21:00 og opnar húsið kl 20:00. Aðgangseyrir eru 4.000 kr. Hægt verður að kaupa áfenga- og óáfenga drykki á staðnum. Miðasala er hafin á karfa@tindastoll.is og hjá Tánni/Hárfix á Sauðárkróki. Miðar verða einnig seldir við hurð á meðan húsrúm leyfir.

Posted by Körfuknattleiksdeild Tindastóls on Miðvikudagur, 31. október 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir