Héraðsmót UMSS í sundi - Grettisbikarinn 70 ára

Héraðsmót UMSS í sundi var haldið í Sundlaug Sauðárkróks  s.l. laugardag og þótti takast vel þó veður væri frekar hryssingslegt.  Sigurvegari í 500 metra skriðsundi karla varð Sigurjón Þórðarson og í 500 metra skriðsundi kvenna sigraði Sunneva Jónsdóttir. Sigurjón hlaut því Grettisbikarinn og Sunneva Kerlinguna.

Þessi keppni um Grettisbikarinn og sæmdartitilinn Sundkappi Skagafjarðar hófst 1940 og er þetta því sjötugasta aldursár keppninnar.  Síðar bættist Kerlingin við og uppá nútímavísu eru því bæði Sigurjón og Sunneva Sundkappar Skagafjarðar 2010.  Sigurjón var að vinna tiltilinn í sjöunda sinn en Sunneva í sitt fyrsta skipti.

Úrslitin á mótinu má sjá HÉR.

/Tindastóll.is

Fleiri fréttir