Hert barátta gegn fíkniefnum á Norðurlandi

Samstarf lögregluembættanna fjögurra á Norðurlandi gegn fíkniefnavanda sem undirritað var 7. ágúst síðastliðinn hefur gefið góða raun. Í umfjöllun í nýútkomnu vefriti dóms- og kirkjumálaráðuneytisins kemur fram að aukið upplýsingastreymi milli lögregluembættanna hafi skilað betri yfirsýn yfir stöðu fíkniefnamála í landshlutanum og þegar orðið til þess að upplýsa nokkur fíkniefnamál.

Markmiðið með samstarfinu er að efla styrk og samtakamátt lögregluliðanna á Akureyri, Blönduósi, Húsavík og Sauðárkróki og herða þannig baráttuna gegn inn flutningi, dreifingu og neyslu fíkniefna.

Fíkniefnaleitarhundur tekur nú þátt í öllum leitum á vegum samstarfshópsins og telur hópurinn það vera gríðarlega mikilvægt. Lögð er áhersla á reglubundið eftirlit vítt og breitt um landshlutann. Hópurinn hefur einnig farið í framhaldsskólana á Norðurlandi með leitarhundinn, bæði í frímínútum og á skólaböll.

Fleiri fréttir