Hestamenn fresta uppskeruhátíð
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
29.10.2010
kl. 14.35
Uppskeruhátíð hestamannafélaganna í Skagafirði, Léttfeta, Stíganda, Svaða og Hrossaræktarsambands Skagafjarðar, sem vera átti í Miðgarði á morgun, laugardag er frestað um óákveðinn tíma.
Þetta var ákveðið í morgun en slæm veðurspá auk dræmrar þátttöku skagfirskra hestamanna réði þar úrslitum. Reynt verður að finna aðra dagsetningu fyrir uppskeruhátíðina sem líklega verður haldin með breyttu sniði.