Hestamenn hugi vel að hesthúsum sínum um helgina

Laufskálarétt í Skagafirði fer fram um helgina. Að því tilefni vill Lögreglan á Blönduósi minna hestamenn í Húnaþingi á að huga vel að hesthúsum sínum.

Reynslan hefur sýnt að síðastliðin ár hefur verið brotist inn í hesthús í Húnaþingi og verðmætum stolið á sama tíma og Laufskálarétt er haldin. Fjöldi gesta sækir Skagafjörð heim þessa helgina og búast má við mikilli umferð um Húnaþing.

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir