„Hillbilly“ gleði á Kaffi Krók á laugardagskvöld

Hljómsveitin Brother Grass með skagfirsku snótina Söndru Dögg Þorsteinsdóttur innanborðs mun nú á laugardags kvöld gleðja Skagfirðinga með eins og þau orða það á heimasvæði sínu á fésbókinni hillbilly gleði!

Á heimasvæði þeirra segir; „Tónleikarnir verða á Kaffi Krók laugardagskvöldið 23. júlí kl. 22:30. Okkur finnst það kjörinn dagur til að gleðjast saman, fylla magann af byggi og stappa taktinn...svei mér þá!

Við munum spila okkar og annarra manna tónlist sem er einskonar bræðingur af Bluegrass, Blues, Folk, Old Time Mountain Hillbilly Music, Jug Band og Gospel.

Þvottabrettaspil, nefflautusóló, þvottabalatryllingur, harmonikkuleikur og svo miklu meira!

Aðgangseyrir eru 1000 kr. en enginn posi verður á staðnum, enda erum við ekki svo tæknivædd.“

Fleiri fréttir