Hingað og ekki lengra
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
07.10.2010
kl. 08.12
Fjölmennur starfsmannafundur var haldinn á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þann 6. október þar sem fundarmenn tóku saman niðurskurð síðustu ára og áhrif hans á nærsamfélagið.
Athugasemdir starfsfólksins eru;
- í fjárlögum fyrir árið 2011 er boðaður niðurskurður um 60 milljónir króna.
- þetta er þriðja árið í röð sem verulegur niðurskurður á sér stað hjá HSB sem þýðir fyrir okkur 35- 40% á þessum tíma.
Þessa aðgerðir þýða:
- störfum mun fækka um 12-15. Þetta gæti þýtt fólksfækkun í Austur Húnavatnssýslu um allt að 70 – 80 manns.
- þjónustan skerðist verulega á öllum sviðum.
- þjónustu verður í auknum mæli að sækja annað (hvert?), með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúa héraðsins.
- það er ljóst að þessi niðurskurður mun algerlega eyðileggja starfssemi stofnunarinnar. Nú þegar er búið að skera burt allt sem hægt er.
Starfsmenn hvetja alla íbúa A-Hún. til að láta rödd sýna heyrast og mótmæla kröftuglega þessum áformum. Ekki síst ættu sveitarstjórnir, stéttarfélög, Hollvinasamtök HSB að berjast fyrir stofnunina.
Stöndum nú saman öll sem eitt
og látum rödd okkar heyrast hátt og skýrt!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.