Hitaveita Húnaþings vestra 40 ára

Hitaveita Húnaþings vestra ætlar að vera með opið hús í húsakynnum hitaveitunnar að Ytri - Reykjum í Miðfirði á morgun, 4. desember frá kl. 15:00 - 18:00, í tilefni af því að hún fagnar fjörutíu ára starfsafmæli um þessar mundir.

Samkvæmt auglýsingu í Sjónaukanum hófst formleg starfsemi þann 4. desember 1972 þegar heitu vatni var hleypt á fyrstu húsin á Hvammstanga.

Boðið verður upp á veitingar á staðnum.

Fleiri fréttir