Hjartastuðtæki hjá Íbúðalánasjóði
Mikið hefur verið að gera hjá Íbúðalánasjóði í dag þar sem fólk hefur verið að athuga stöðu sína í húsnæðislánum eftir að bankarnir hafa verið yfirteknir af íslenska ríkinu. Til að vera við öllu búin þá hefur hjartastuðtæki verið komið fyrir hjá Íbúðalánasjóði á Sauðárkróki.
Að sögn Svanhildar Guðmundsdóttur sviðstjóra þjónustusviðs Íbúðalánasjóðs á Sauðárkróki þá var hjartastuðtækið keypt í síðustu heilsuviku. Auglýsingin var svo sett í gluggann af öryggisástæðum fyrir aðra þar sem fleiri fyrirtæki eru staðsett við ganginn. Ekki hefur þó komið til þess að þurft hafi að nota tækið hingað til.
Aðspurð um hvað það er sem helst brennur á fólki segir Svanhildur að fólk hafi miklar áhyggjur af sínum fjármálum og húsnæðislánum. Svanhildur vill benda fólki á að Félagsmálaráðuneytið hefur opnað heimasíðu um helstu spurningar sem brennur á fólki og svör við þeim.
Síðuna getur þú nálgast hér