Hjólhýsi skemmdist í bruna á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
01.08.2018
kl. 13.30
Eldur kviknaði í hjólhýsi á Blönduósi snemma í morgun. Hjólhýsið stóð í innkeyrslu fyrir utan íbúðarhúsnæði og litlu mátti muna að eldurinn næði í húsnæðið.
Var það athugull vegfarandi sem gerði íbúum viðvart um eldinn. Hjólhýsið og nálægur bíll eru ónýt eftir brunann og nokkrar skemmdir urðu á íbúðarhúsnæðinu vegna hitans.
Brunavarnir Austur – Húnavatnssýslu vilja beina þeim tilmælum til eigenda hjólhýsa að leggja þeim ekki nálægt íbúðarhúsnæði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.