Hjúkrunarfræði kennd til Norðurlands vesta

Á vef Farskólans kemur fram að nám í hjúkrunarfræði sé um þessar mundir kennt til Norðurlands vestra. Fjórir nemendur úr Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði stunda fjarnám í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri sem tekur fjögur ár.

Að öllu jöfnu sitja nemarnir fjórir, sem eru á fyrsta ári, við fjarfundabúnað á Blönduósi og Sauðárkróki til að hlusta á fyrirlestra. Meðfylgjandi mynd er af vef Farskólans og var tekin þegar þær komu saman til verkefnavinnu í Farskólanum við Faxatorg.

Fleiri fréttir