Hlíðarbraut 1 Jólahús ársins 2014 hjá Húnahorninu
Lesendur Húnahornsins völdu Hlíðarbraut 1 sem Jólahús ársins 2014 á Blönduósi. Á vef Húna.is segir að húsið sé ríkulega skreytt jólaljósum, jólasveinum og snjóköllum og hefur það vakið athygli og kátínu bæjarbúa, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Eigendur Hlíðarbrautar 1 eru Valdimar Guðmannsson og Ólöf Pálmadóttir.
Samkvæmt vefnum var metþátttaka í jólaleiknum að þessu sinni og fjölmörg hús fengu tilnefningar en flestar fengu Hlíðarbraut 1 og Skúlabraut 1 sem varð í öðru sæti.
Í innsendum umsögnum segir m.a um Hlíðarbraut 1: „flottar jólaskreytingar og nóg af þeim“.... „mjög jólalegt og mikil vinna lögð í verkið„.... „jólalegasta húsið með rauða litnum og jólasveina alsráðandi“.
Þetta er í þrettánda sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi. Þau hús sem hlotið hafa viðurkenningu eru:
- 2014: Hlíðarbraut 1
- 2013: Heiðarbraut 1
- 2012: Mýrarbraut 33
- 2011: Melabraut 19
- 2010: Mýrarbraut 35
- 2009: Hlíðarbraut 4
- 2008: Hlíðarbraut 8
- 2007: Ekkert val
- 2006: Sunnubraut 3
- 2005: Hlíðarbraut 8
- 2004: Hlíðarbraut 13
- 2003: Garðabyggð 1
- 2002: Hlíðarbraut 13
- 2001: Brekkubyggð 17