Hnapparnir á sýslumannsbúningnum örlagavaldur
Skagfirðingurinn Páll Sigurðsson hleypti snemma heimdraganum og fór í laganám. Hann gantast með að hnapparnir á sýslumannsbúningi Sigurðar Sigurðssonar hafi orðið áhrifavaldur í lífi hans. Lögfræðin varð alltént ævistarf Páls og að loknu framhaldsnámi erlendis kenndi hann við lagadeild HÍ í 41 ár, en lét af störfum síðast liðið vor. Páll er í opnuviðtali Feykis í dag.
Auk lögfræðinnar hefur Páll alla tíð haft áhuga bókaskrifum og fengist við að mála. Útivist er einnig meðal hugðarefna hans og hefur hann starfað töluvert fyrir FÍ, meðal annars verið forseti félagsins ritað nýlegar árbækur um Skagafjörð og tekið að sér leiðsögn í ferðum á þeirra vegum. Blaðamaður Feykis slóst í för í einni slíkri ferð um Skagafjörð á dögunum og tók Pál tali, þar sem hópurinn dvaldi að Löngumýri.