Hnúfubakur flæktist í þorskaneti

Stór hnúfubakur flæktist í veiðarfærum netaveiðibátsins Hafborgarinnar í gær á Skagafirði og komst hann hvorki lönd né strönd. Ekki tókst að losa hann fyrr en búið var að aflífa skepnuna.

Hafborgrin sem er tæplega 10 tonna bátur var að vitja þorskneta framan við Hólakot þegar Sævar Steingrímsson skipstjóri varð var við hnúfubakinn sem flækst hafði í netunum en þau voru föst uppi í kjaftinum á honum. Ekki tókst Sævari að losa skepnuna og hringdi í land eftir aðstoð skyttna en það var mat manna að eina leiðin til að losa skepnuna án þess að tjón yrði á veiðarfærum væri að aflífa hana.

Eftir að hvalurinn var aflífaður  var hann dreginn aftur á bak og losaður og sökk hann í hafið. Að sögn Sævars gekk þetta vel og að hans mati engin hætta á ferðum þó skepnan hafi verið stærri en báturinn því hún var mjög máttfarin. Ekkert tjón varð á bát né veiðarfærum.

Myndir: Jurijs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir