Hofsósi hafnað sem brothættri byggð
Á fundi í byggarráði Skagafjarðar þann 5. júlí sl. var lagt fram svar frá Byggðastofnun, dagsett 26.júní 2018, við bréfi frá 15.mars 2018 varðandi beiðni frá Sveitarfélaginu Skagafirði um aðgerðir til að fjölga atvinnutækifærum á Hofsósi.
Í svari Byggðastofnunar kemur m.a. fram að ekki sé mögulegt að taka Hofsós inn í verkefnið "Brothættar byggðir" nú. Jafnframt segir að fulltrúar Byggðastofnunar séu reiðubúnir til viðræðna við sveitarstjórn um hugmyndir sveitarstjórnarfólks, íbúa og annarra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta um framtíðarsýn fyrir Hofsós.
Byggðarráð þakkaði svarið en lýsti yfir þungum áhyggjum af stöðu atvinnumála í Hofsós og nágrenni og óskar eftir fundi með forsvarsmönnum Byggðastofnunar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.