Hönnun hátíða fyrsti fyrirlestur vetrarins

Fyrirlestrarröð ferðamáladeildar Vísindi og grautur er að fara af stað þennan veturinn sem sem fyrr. Næstkomandi miðvikudag ríður Skúli Gautason, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, á vaðið með fyrirlestur sem hann nefnir „Hönnun hátíða“.

Fyrirlesturinn verður haldinn í hátíðarsal skólans og hefst kl. 11:15. „Að venju eru allir hjartanlega velkomnir,“ segir í fréttatilkynningu.

Eftirfarandi er dagskrá vetrarins:

Fyrirlestur 1 – 10. Sep. 2014 kl. 11:15 í Hátíðarsal Háskólans á Hólum
Skúli Gautason, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu
Hönnun hátíða

Fyrirlestur 2  – 8. október 2014 kl. 11:15 í stofu 303
Svandís Egilsdóttir, þjóðfræðingur
Vel skal fagna góðum gesti: Gestrisni í sófasamfélaginu Couchsurfing

Fyrirlestur 3  – 19. nóvember 2014 kl. 11:15 í stofu 303
Dr. Cristi Frent, sérfræðingur við Rannsóknarmiðstöð ferðamála
Tourism Satellite Account in Iceland - Proposing some improvements

Fyrirlestur 4  – 11. desember 2014 kl. 11:15 í stofu 303
Dr. Edward Huijbens, forstöðum. Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála
Staða rannsókna í ferðamálum á Íslandi - Hlutverk fræðasamfélagsins

 

Fleiri fréttir